spot_img
HomeSubway deildinSubway deild karlaBestu liðin í Subwaydeildunum - Hvar er liðið þitt á skilvirknikompásnum?

Bestu liðin í Subwaydeildunum – Hvar er liðið þitt á skilvirknikompásnum?

Skilvirkni er hugtak sem hefur verið mikið í umræðunni á þessari leiktíð – sérstaklega eftir að Pétri Ingvarssyni, þjálfara Breiðabliks í Subwaydeild karla hefur verið tíðrætt um hana.

Skilvirkni er samt sem áður mikilvægur þáttur í leik liða og oftast eru það skilvirkustu liðin sem ná hvað lengst í úrslitakeppninni þar sem hver sókn skiptir meira máli. Lið sem skorar 90 stig í 80 sóknum er t.d. skilvirkara í sínum sóknarleik en lið sem skorar 90 stig í 90 sóknum. Einkunnir eins og ORtg og DRtg eru þeir vísar sem mest eru notaðir til að meta skilvirkni í leik körfuboltaliða. Þær segja okkur hversu mörg stig liðin skora annars vegar (ORtg) – og fá á sig hins vegar (DRtg) – í 100 sóknum. Þannig fáum við samanburðargrundvöll á leik liðanna þar sem leiðrétt hefur verið fyrir fjölda sókna og hraða leiks.

Skilvirknikompásinn sýnir hvar liðin standa í sókn og vörn samanborið við meðaltal deildarinnar í ORtg (meðaltal ORtg og DRtg í allri deildinni er alltaf það sama). Á myndunum hér að neðan eru bestu liðin staðsett á hægri og efri fjórðungi hvorrar myndar. Það eru liðin sem eru með umfram skilvirkni í sókn og vörn, eða ORtg sem er yfir meðaltali og DRtg sem er undir meðaltali. Rétt eins og fjöldi stiga andstæðings er jákvætt að vera með DRtg undir meðaltali deildarinnar þegar skilvirkni varnarleiks er metin. Þau lið sem eru á vinstri og efri fjórðungnum eru með sóknarleik umfram meðatalið en varnarleikurinn er lakari. Lið sem eru á hægri og neðri fjórðung eru sterk varnarlega en undir meðaltali á sóknarhelmingnum. Lið á neðri og vinstri fjórðungnum eru svo lakari en meðaltalið í bæði sókn og vörn.

Meðaltal Subwaydeildar karla í ORtg er 109,2 en meðaltal Subwaydeildar kvenna er 91,6. Ef við skoðum Njarðvík karla sem er ofarlega í hægri og efri með ORtg upp á 116,2 (betri sókn, yfir meðaltali) og DRtg upp á 104,6 (betri vörn, undir meðaltali). Haukar kvenna er með ORtg upp á 96,6 (betri sókn, yfir meðaltali) og 88,0 í DRtg (betri vörn, undir meðaltali).

Einkunnir liðanna allra – bæði í Subwaydeild karla og kvenna – er svo hægt að skoða hér.

Smellið á myndina til að fá stærri og skýrari mynd
Smellið á myndina til að fá stærri og skýrari mynd
Fréttir
- Auglýsing -