spot_img
HomeFréttirBesti leikmaður 1. deildarinnar til Stjörnunnar

Besti leikmaður 1. deildarinnar til Stjörnunnar

Stjarnan skrifaði nú í hádeginu undir samninga við fimm leikmenn.  Ingimundur Orri Jóhannsson, Árni Gunnar Kristjánsson og Dúi Þór Jónsson ?skrifuðu undir samninga við meistaraflokk liðsins en þeir urðu Íslandsmeistarar í 10 .flokki drengja fyrir stuttu. Dúi Þór er sonur Jóns Kr. Gíslasonar og bróðir þeirra Dags Kár og Daða Lár. Jón Kr. mun því eiga leikmenn í þremur liðum í Dominos deild karla á næsta tímabili. 

 

Colin Pryor skrifaði einnig undir en það var tilkynnt af umboðsskrifstofu leikmannsins fyrir nokkru. Þá skrifaði Róbert Sigurðsson undir hjá félaginu en hann líkt og Pryor kemur frá Fjölni. Róbert hefur verið gríðarlega öflugur fyrir Fjölni síðustu ár og var valinn besti leikmaður 1. deildar karla á nýliðnu tímabili. Róbert er með 19,2 stig, 7,5 stoðsendingar og 4,3 fráköst að meðaltali í leik á síðasta tímabili. 

 

Stjarnan hefur leitað af leikstjórnanda frá því að ljóst var að Justin Shouse myndi leggja skónna á hilluna eftir tímabilið. Auk þess mun Tómas Heiðar ekki leika með félaginu á næsta tímabili vegna anna í starfi. 

 

Tilkynningu Stjörnunnar er hér að neðan: 

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -