spot_img
HomeFréttirBesta byrjun í sögu Hornets

Besta byrjun í sögu Hornets

New Orleans Hornets settu félagsmet í nótt þegar þeir unnu sinn sjötta leik í röð og hafa þeir nú unnið alla leiki sína í upphafi tímabils. Aldrei hefur félagið byrjað leiktíð betur heldur en nú hvort sem liðið var í Charlotte eða nú í New Orleans. Chris Paul fór fyrir sínum mönnum og kláraði leikinn í lokinn en New Orleans vann Milwaukee 81-87 í hörkuleik. Chris Paul var með Chris Paul var með 14 stig fyrir Hornets en David West var stigahæstur með 25 stig. Hjá Milwaukee skoraði Andre Bogut 19 stig og tók 14 fráköst.
Miami komst aftur á sigurbraut með góðum sigri á New Jersey á heimavelli 101-89. Miami tapaði á föstudag fyrir New Orleans. Dwayne Wade var með 29 stig, LeBron James 23 og Chris Bosh 21. Sólstrandargæjarnir með 73 stig samtals. Hjá New Jersey var Anthony Morrow með 25 stig.
 
Úrslit næturinnar:
Milwaukee-New Orleans 81-87
Miami-New Jersey 101-89
Charlotte-Orlando 88-91
Washington-Cleveland 102-107
San Antonio-Houston 124-121
Dallas-Denver 92-103
Utah-L.A. Clippers 109-107
Portland-Toronto 97-84
Sacramento-Memphis 91-100
 
Mynd: Chris Paul og félagar eru eitt heitasta liðið í NBA.
 
emil@karfan.is
 
 
Fréttir
- Auglýsing -