spot_img
HomeFréttirBergþóra úr Grafarvogi í Vesturbæinn

Bergþóra úr Grafarvogi í Vesturbæinn

Bergþóra Tómasdóttir mun leika með KR á næsta tímabili í Domino´s deild kvenna en hún samdi nýverið við félagið. Hún er því önnur Fjölniskonan sem gengur í raðir KR þetta sumarið þar sem Bergdís Ragnarsdóttir var einnig komin úr gulu og í svart og hvítt.
 
Bergþóra var erlendis við nám og körfuboltaiðkun á síðasta tímabili en kom inn í Fjölnisliðið þegar langt var liðið á mótið.
 
Bergþóra lék fimm leiki með Fjölniskonum síðasta tímabil og gerði í þeim 5,6 stig og tók 2,2 fráköst að meðaltali í leik.
 
Mynd/ KR: Bergþóra komin í svart og hvítt.
  
Fréttir
- Auglýsing -