spot_img
HomeFréttirBergþóra komin aftur í raðir Fjölnis

Bergþóra komin aftur í raðir Fjölnis

Bergþóra Tómasdóttir er komin aftur í raðir Fjölniskvenna eftir veru við nám í miðskóla í Bandaríkjunum. Bergþóra hefur m.a. leikið með yngri landsliðum Íslands og var valin besti ungi leikmaðurinn á þarsíðustu leiktíð í úrvalsdeild kvenna.
 
Bergþóra lék með Fjölni b í morgun og var þar stigahæst með 17 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í sigri gegn Þór Akureyri. Bergþóra mun vafalítið létta undir með Britney Jones með úrvalsdeildarliði Fjölnis en gular sitja á botni Domino´s deildarinnar um þessar mundir.
 
Körfuboltavertíðin í miðskólanum hjá Bergþóru er lokið í vestanhafs en hún mun ljúka náminu í fjarnámi hér heima.
  
Fréttir
- Auglýsing -