spot_img
HomeFréttirBergþór Ægir í Hött

Bergþór Ægir í Hött

 

Dominos deildarlið Hattar hefur samið við Bergþór Ægir Ríkharðsson um að leika með liðinu á komandi tímabili. Bergþór lék síðast með Fjölni í 1. deildinni á síðasta tímabili og skilaði þar 7 stigum og 4 fráköstum á 22 mínútum að meðaltali í leik. Samkvæmt félaginu hefur einnig verið gengið frá samningum við all þá leikmenn sem voru með liðinu á síðasta tímabili fyrir utan erlendan leikmann, en bandarískur leikmaður er sagður á leiðinni til liðsins í haust.

Fréttir
- Auglýsing -