Körfuknattleiksdeild Vals hefur endurnýjað samninga við 3 leikmenn í kvennaliðið sem mun spila á næsta tímabili í Iceland Express deild kvenna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Valsmönnum.
Berglind Karen Ingvarsdóttir, Kristín Óladóttir og Unnur Lára Ásgeirsdóttir hafa endurnýjað saminga sína við Val til næstu tveggja ára, en þær voru allar í liðinu sem vann sér sæti úrvalsdeild kvenna á nýjan leik eftir eins árs fjarveru í Iceland Express deild kvenna.
Berglind Karen Ingvarsdóttir
Berglind hefur spilað í meistarafloki síðan 2000 en hún byrjaði með KFÍ á Ísafirði en hún kemur frá yngriflokkum á Patreksfirði. Berglind hefur eining spilað með ÍS en gekk til liðs við Val 2007 og hefur því spilað með Val frá því meistaraflokkurinnn var settur aftur á stað. Berglind er bakvörður sem getur spilað leikstjórnanda og skotbakvörð.
Kristín Óladóttir
Kristín Óladóttir er uppalin hjá Snæfelli í Stykkishólmi og þar spilaði hún upp alla yngri flokkanna. Hún kom til Vals frá Breiðablik árið 2007 þegar meistarflokkur kvenna var settur aftur á laggirnar. Kristín er skotbakvörður.
Unnur Lára Ásgeirsdóttir
Unnur er uppalin hjá Snæfelli í Stykkishólmi og þar spilaði hún upp alla yngri flokkanna. Hún kom til liðs við Val um síðustu áramót eftir að hafa spilað með Haukum fyrir áramót. Unnur Lára er 19 ára framherji.