Hvað ætli leikmenn setji á fóninn rétt fyrir leik?
Við fengum leikmann Breiðabliks, Berglindi Karen Ingvarsdóttur, til þess að ljóstra upp fyrir okkur hvaða lög það væru sem hlustað væri á til þess að koma sér í gírinn.
Breiðablik heimsækir Þór í dag á Akureyri. Leikurinn hefst kl. 15:00.
Áður höfðum við fengið lista frá:
Berglind:
"Listin minn er úr öllum áttum, bæði nýtt og gamalt. Gott að blanda þessu vel saman og fá góða blöndu sem heldur manni á tánum fram að leik"
Monster – Kanye West
Alltaf gott að byrja peppið á smá monster, Kanye kann að koma manni í réttan gír!
Harder than you think – Public Enemy
Alveg nýtt lag á mínum lista og kemur mér í mega fíling fyrir leik.
Þér er ekki boðið – XXX Rottweiler
Við Blikastúlkur eigum þetta lag – ekkert meir um það að segja!
Cant hold us – Maclemore and Ryan Lewis
Bara gott pepp..
Bitch better have my money – Rihanna
Þessi vinkona mín kann að vera bad ass og nauðsynlegt að hafa hana með.
Black and Yellow – Wiz Khalifa
Þetta lag hefur verið á listanum frekar lengi, gott lag, gott pepp og góðar minningar..
Loose yourself – Eminem
Hef alltaf haldið uppá þetta lag með Eminem og fengið að troða þessu á flesta upphitunardiskana..
Scheming up – Drake
Drake er bara Drake, klikkar ekki..
And We Danced – Macklemore and Ryan Lewis
Það er fjör í þessu lagi og nauðsynlegt að hafa fjör og stemmningu þegar maður kemur sér í stuð fyrir hvern leik..
Baywatch Theme
Enda þetta á sprengju, miklar minningar við þetta lag og var mikið spilað í klefa nr 7 í Val, þegar við unnum 1. deildina. Snilldartími og klikkar ekki í peppi fyrir leik ( fyrir mig allavegana haha)