spot_img
HomeFréttirBenetton tapaði stórt á heimavelli

Benetton tapaði stórt á heimavelli

20:25
{mosimage}

(Siena hefur betur 2-0 gegn Jóni og félögum í Benetton)

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Benetton Treviso máttu í kvöld sætta sig við 20 stiga ósigur gegn Montepaschi Siena í öðrum undanúrslitaleik liðanna í ítölsku úrvalsdeildinni. Staðan í einvíginu er því 2-0 Siena í vil og fer næsti leikur liðanna fram á heimavelli Siena miðvikudaginn 3. júní.

Jón Arnór var í byrjunarliði Benetton í kvöld og lék í 29 mínútur en honum tókst ekki að skora. Jón brenndi af öllum fjórum teigskotunum sínum en hann tók hvorki þriggja stiga skot né vítaskot í leiknum. Jón var einnig með 5 fráköst og eina stoðsendingu.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -