20:50
{mosimage}
(Jón Arnór var með 12 stig í stórtapi Benetton í kvöld)
Jón Arnór gerði 12 stig þegar Benetton Treviso tapaði stórt í dag í fyrsta leiknum sínum gegn Montepaschi Siena í undanúrslitum ítölsku úrvalsdeildarinnar. Lokatölur leiksins voru 107-79 Siena í vil.
Jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik og leiddu Siena 52-47 í leikhléi en strax í þriðja leikhluta skildu leiðir og Siena vann öruggan sigur. Jón Arnór Stefánsson var í byrjunarliði Benetton og lék í 28 mínútur í leiknum eða mest allra í liði Benetton ásamt Wallace Charles Judson. Eins og fyrr segir var Jón Arnór með 12 stig en hann tók líka 4 fráköst.
Næsti leikur liðanna er mánudaginn 1. júní og fer leikurinn fram á heimavelli Benetton.
[email protected]