22:26
{mosimage}
(Jón Arnór setti 10 stig fyrir Benetton í kvöld)
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Benetton Treviso munu leika oddaleik um sæti í undanúrslitum ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir skell á útivelli í kvöld. Benetton heimsótti La Fortezza Bologna og lágu gestirnir 99-78.
Jón Arnór var í byrjunarliði Benetton í kvöld og gerði hann 10 stig, gaf 3 stoðsendingar og tók 1 frákast á þeim 27 mínútum sem hann lék í leiknum.
Á miðvikudag er því úrslitastund fyrir Jón Arnór og Benetton sem taka á móti Bologna í oddaleiknum sem hefst kl. 18:30 að íslenskum tíma.