13:00
{mosimage}
KR ingar töpuðu aðeins einum leik í deildarkeppninni sem er ótrúlegur árangur. Þeirra bíður að mæta Breiðablik í 8-liða úrslitum og á öllum pappírum lítur það út fyrir að vera auðvelt fyrir KR en Benedikt Guðmundsson þjálfari þeirra veit vel að ekkert er ómögulegt og því verða menn að mæta tilbúnir.
„Okkur KR-ingum líst vel á einvígið við Blika. Þeir eru með flott lið sem Einar Jóhanns hefur gert virkilega vel með. Ég þekki vel til margra leikmanna þarna en þá Kristján Sigurðsson, Daníel Guðmundsson og Rúnar Erlingsson þjálfaði ég í Njarðvík í sigursælum flokki. Þá var ég með Nem Sovic og Hjalta Vilhjálmsson hjá Fjölni ekki fyrir alls löngu ásamt Emil Jóhannssyni og allir þessir strákar eru flottir spilarar. Þeir hafa fleiri góða leikmenn sem geta átt topp leiki. Breiðabliksliðið hefur verið svolítið óútreiknanlegt í vetur þar mjög svo óvæntir sigrar hafa unnist en á móti hefur vantað stöðuleikan. Það er svosem eðlilegt hjá nýliðum en liðið hefur fengið fína reynslu í vetur sem kemur til með að nýtast þeim núna. Nem er klárlega þeirra helsti sóknarmaður og getur skorað 40+ án þess að hafa mikið fyrir því. Þegar ég fékk hann til Fjölnis á sínum þá var hann einn af örfáum leikmönnum sem hafa náð að afreka það í háskólaboltanum í Ameríku að hafa verið með fleiri stig skoruð en spilaðar mínútur. Það segir allt sem segja þarf um þennan magnaða leikmann. Þeir hafa síðan fullt af góðum skotmönnum sem geta raðað fyrir utan og Rúnar Ingi Erlingsson sér til þess að menn fái boltann á hárréttum stöðum.”
„KR hefur tapað fyrsta heimaleik í úrslitakeppninni undanfarin 6 ár og það er e-ð sem við ætlum að breyta. Menn gera ekki leyft sér að mæta værukærir til leiks og halda að það sé nóg að láta sjá sig í kofanum til að sigra. Vormótið sem sker um hvaða lið sé besta lið á Íslandi þetta tímabilið er hafið og ég geri þá kröfu til liðsins að gefa allt í verkefnið. Ég finn það á mínum leikmönnum að þeir eru klárir í slaginn og hlakkar til fyrsta leiks. Fyrir mér er mikilvægt fyrir okkur að fyrsti leikur sé góður af okkar hálfu.”
Mynd: [email protected]