spot_img
HomeFréttirBenedikt Guðmundsson: Sigrinum feginn

Benedikt Guðmundsson: Sigrinum feginn

02:13 

{mosimage}

Nýráðinn þjálfari KR-inga, Benedikt Guðmundsson, var nokkuð sáttur í leikslok en hann man ekki eftir því að hafa fengið aðra eins frákastaútreið og Snæfellingar veittu KR í kvöld. 

,,Ég man ekki eftir því að hafa verið tekinn svona í bakaríið í fráköstum, Snæfell hafði þvílíka yfirburði í fráköstunum. Við erum bara ánægðir með að hafa unnið, þetta var erfiður leikur eins og fyrstu leikirnir eru alltaf. Nýtt lið og nýr þjálfari og smá pressa á okkur að byrja vel,” sagði Benedikt í samtali við Karfan.is.

 ,,Mér fannst við betri, þeir hittu samt fáránlega þarna á kafla með leikmenn í stöðum 3,4 og 5 að dæla niður þristum, það er voðalega lítið við því að gera,” sagði Benedikt að lokum sigrinum feginn.

Mynd: Sveinn Pálmar Einarsson – kjellinn@gmail.com

Fréttir
- Auglýsing -