spot_img
HomeFréttirBenedikt: Gott miðað við fyrstu umferð

Benedikt: Gott miðað við fyrstu umferð

06:00 

{mosimage}

(Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR) 

Fréttamaður Karfan.is, Gísli Ólafsson, náði tali af Benedikt Guðmundssyni þjálfara KR eftir leik KR gegn Fjölni í kvöld og hann var að vonum ánægður með leik sinna manna og sagði leikinn góðan miðað við fyrstu umferð. 

 

,,Ef allt væri í lagi þá værum við ekki að æfa heldur bara að bíða eftir úrstlitakeppninni,” sagði Benedikt sem vildi þó hrósa Fjölni fyrir góðan leik og sagði þá spá sem fyrir liggur ekki raunhæfa. Hann vill meina að æfingaleikirnir á undirbúningstímabilinu segji ekki alla söguna og á því von á því að Fjölnir eigi eftir að eiga góða leiktíð.

 

Sigurinn í kvöld þakkar hann svo góðum karakter og fókus í liðinu ásamt góðum stuðningi áhorfenda. ,,Stuðningurinn er gríðarlega mikilvægur og þetta eru KR-ingar út og inn sem styðja allt liðið, sama hverjir eru inná og hverjir ekki. En til gamans má geta að stuðningsmenn KR sungu einmitt ,,Það er aðeins einn Fannar Ólafs” sem sat á bekknum í borgaraklæðum allan leikinn.

 

Texti: Gísli Ólafsson: [email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -