Undir 16 ára lið drengja keppir þessa dagana á Evrópumóti í Búlgaríu. Í dag lauk riðlakeppni liðsins með tapi fyrir Belgíu, 63-89, en til þess að ná öðru tveimur efstu sæta riðilsins hefðu þeir þurft að vinna leikinn með 16 stigum. Ísland mun því næst leika um sæti 9 og uppúr.
Belgía var betri aðilinn frá fyrstu mínútu í leik dagsins. Eftir fyrsta leikhluta leiddu þeir 13-24. Íslenska liðið þó aðeins betra í öðrum leikhlutanum, en þeir náðu þó ekkert að skera á þessa forystu fyrir lok hálfleiksins sem endaði 33-44.
Seinni hálfleikinn byrjaði Belgía svo aftur betur. Juku við forystu sína í þriðja leikhlutanum, en fyrir lokaleikhlutann var munurinn 18 stig, 47-65. Miðað við þann mun sem að Ísland hefði þurft að vinna leikinn með (sem var 16 stig) var brekkan því orðin ansi brött fyrir drengina. Hefðu þurft að sigra fjórða leikhlutann með 34 stigum svo dæmið gengi upp. Það gerðu þeir ekki og fór svo að lokum að Belgía sigraði leikinn með 26 stigum, 63-89.
Atkvæðamestur í íslenska liðinu var Dúi Jónsson með 16 stig og 2 fráköst.
Hérna er leikur dagsins: