Íslenska U20 landsliðið lýkur keppni í A-deild evrópumótsins í dag. Liðið mætir Þýskalandi í hreinum úrslitaleik um sjöunda sæti keppninnar en Ísland er í fyrsta skipti að leika í A-deild evrópumóts og því árangurinn nú þegar sögulegur.
Þjóðverjar lenntu í þriðja sæti í A-riðli mótsins en Ísland í þriðja sæti B-riðils. Þýskaland vann Tyrkland í 16 liða úrslitum en hafa svo tapað fyrir Spánni og Litháen síðan. Ísland hefur hinsvegar tapað fyrir Ísrael og Serbíu. Þessi tvo lið féllu semsagt úr leik í átta liða úrslitum gegn liðunum sem mætast í úrslitaleik evrópumótsins.
Leikurinn fer fram kl 13:30 að íslenskum tíma og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Karfan.is.
Íslenski hópurinn er þannig skipaður:
4. Halldór Garðar Hermannson – Þór Þorlákshöfn
5. Arnór Hermannsson – KR
6. Ingvi Þór Guðmundsson – Grindavík
7. Snorri Vignisson – Breiðablik
8. Kristinn Pálsson – Marist, USA
9. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR
10. Kári Jónsson – Drexel, USA
11. Snjólfur Stefánsson – Njarðvík
12. Eyjólfur Ásberg Halldórsson – Skallagrímur
13. Breki Gylfason – Haukar
14. Sæþór Elmar Kristjánsson – ÍR
15. Tryggvi Snær Hlinason – Þór Akureyri