Undir 18 ára lið drengja leikur þessa dagana á Evrópumóti í Tallinn í Eistlandi. Liðið hafði unnið alla þrjá leiki sína á mótinu, áður en þeir töpuðu fyrir Króatíu í gær, en í dag kl. 13:00 leika þeir gegn Búlgaríu og verða að vinna þann leik til þess að tryggja sér annað sæti riðils síns og þar með sæti í 8 liða úrslitum mótsins.
Mögulegt er að fylgjast með beinni útsendingu af leiknum hér fyrir neðan.
Mynd / FIBA