spot_img
HomeFréttirBein útsending: Ísland mætir stórliði Serbíu

Bein útsending: Ísland mætir stórliði Serbíu

Undanúrslit á evrópumóti U20 landslið hefst í dag í Grikklandi. Ísland missti af lestinni í átta liða úrslitum eftir tap gegn gríðarlega sterku liði Ísrael. 

 

Mótið er samt sem áður ekki búið fyrir Ísland þar sem keppt er um öll sæti mótsins. Ísland mun því leika um 5-8 sæti mótsins og í undanúrslitum í þeirri keppni mætir liðið Serbíu. Serbía féll úr leik gegn Frakklandi í átta liða úrslitum en Frakkland vann með 20 stigum. 

 

Ísland og Serbía eiga sér ekki mikla sögu inná körfuboltavellinum en liðin hafa sárasjaldan mæst. Serbía hefur mætt sterkum liðum á borð við Spán, Frakkland og Úkraínu á mótinu en nú er komið að stórliði Íslands sem hefur vakið verðskuldaða athygli hér í Krít. 

 

Beina útsendingu frá leik Íslands og Serbíu má finna hér að neðan:

 

Íslenski hópurinn er þannig skipaður:

 

4. Halldór Garðar Hermannson – Þór Þorlákshöfn

5. Arnór Hermannsson – KR

6. Ingvi Þór Guðmundsson – Grindavík

7. Snorri Vignisson – Breiðablik

8. Kristinn Pálsson – Marist, USA

9. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR

10. Kári Jónsson – Drexel, USA

11. Snjólfur Stefánsson – Njarðvík

12. Eyjólfur Ásberg Halldórsson – Skallagrímur

13. Breki Gylfason – Haukar

14. Sæþór Elmar Kristjánsson – ÍR

15. Tryggvi Snær Hlinason – Þór Akureyri

Fréttir
- Auglýsing -