Undir 16 ára lið drengja leikur þessa dagana á Evrópumóti í Búlgaríu. Fyrsta leik unnu þeir gegn Sviss, svo unnu þeir Rúmeníu á öðrum leikdegi, áður en þeir töpuðu svo fyrir Hvíta-Rússlandi í spennandi leik á laugardaginn. Í dag kl. 13:00 leika þeir svo við Grikkland. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu hér fyrir neðan.
Mynd / FIBA