Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur um sæti 9.-18. á Evrópumótinu í Búlgaríu í dag.
Fyrir leik dagsins hafði liðið tapað fyrstu tveimur leikjum sínum gegn Hollandi og Slóvakíu, en lagt Noreg í lokaleik riðlakeppninnar. Þá hafa þær lagt Austurríki og Danmörku í umspils riðlinum.
Í þriðja leik umspilsins mætir Ísland liði Írlands kl. 17:30 í dag.
Hérna verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði
Hérna er 12 leikmanna lokahópur undir 18 ára liðs stúlkna
Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins sýndur í beinni vefútsendingu FIBA, en hana er hægt að nálgast hér.