Undir 18 ára drengjalið Íslands leikur í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Rúmeníu í dag.
Til þessa hefur liðið unnið þrjá leiki og tapað einum.
Í átta liða úrslitunum mun liðið mæta Bosníu kl. 17:15.
Hérna verður hægt að fylgjast með lifandi tölfræði
Hérna er 12 leikmanna lokahópur undir 18 ára liðs drengja
Leikurinn verður líkt og aðrir leikir mótsins sýndur í beinni vefútsendingu FIBA, en hana er hægt að nálgast hér.