spot_img
HomeFréttirBein textalýsing: Ísland-Danmörk U18 karla

Bein textalýsing: Ísland-Danmörk U18 karla

Þá er komið að því, síðasti íslenski leikurinn á Norðurlandamóti unglingalandsliða í Svíþjóð fer nú fram. Beina textalýsingu úr viðureign Íslands og Danmerkur U18 karla má finna hér að neðan: 
 
 
 
 
– Stighæstur í liði Íslands er Kári Jónsson með 20 stig, næstu menn eru Daði Lár með 14 stig og Pétur Rúnar með 13 stig.  
 
Fjórði leikhluti 
 
– Lokatölur : 54-87 
 
– Ein mínúta eftir og Ísland leiðir 52-83.  Þessi leikur var aldrei spennandi og Íslensku strákarnir eru farnir að spjalla á vellinum og brosa yfir þessu.  Bara formsatriði að klára leikinn
 
– Ísland heldur áfram að bæta í forskotið og sigla sigrinum heim.  Þeir munu enda i öðru sæti á mótinu og klára það með sóma.  48-80 og þrjár mínútur eftir 
 
– Danir taka leikhlé, 30 stiga forskot og 6 og hálf mínúta eftir af leiknum, 46-76. 
 
– Högni splæsti í þrist í næstu sókn, Ísland ætlar að keyra yfir það Danska hérna í fjórða leikhluta, 44-75 
 
– ísland byrjar af krafti, stela tveimur boltum í röð sem Kári laumar ofaní í fyrra skiptið og er brotið á honum í það seinna.  Kári nýtti auðvita vítin.  Pétur Rúnar setti svo þrist og forskotið var allt í einu komið upp í 28 stig, 44-72 
 
– Byrjunarlið Íslands í fjórða er Hilmir, Högni, Breki, Pétur Rúnar og Kári 
 
Kári Jónsson 
 
 
Þrijði leikhluti 
 
– Ísland átti seinustu tilraun á körfuna í þriðja leikhluta en skotið hjá Kára geigaði og Ísland leiðir því með 21 stigi þegar einn leikhluti er eftir, 44- 65.
 
– Íslenska liðið hefur náð forskotinu aftur upp í 20 stig, rúmlega ein mínúta etir af leikhlutanum og ísland leiðir 40-60 
 
– Liðið var ekki lengi að svara því, 5 stig á 40 sekúndum og Danir taka leikhlé.  
 
–  Íslenska liðið hefur ekkert mætt til leiks í seinni hálfleik, forskotið er komið niður í 12 stig og Ísland aðeisn skorað 2 stig á fimm mínútum
 
– Brynjar Magnús skorar fyrstu stig íslands í seinni hálfleik, 36-52. 
 
– Danir hafa skorað fyrstu 5 stig þriðja leikhluta, 35-50 
 
– Jón Axel, Daði, Hjálmar, Magnús Már og Brynjar Magnús byrja seinni háflleikinn fyrir Ísland 
 
 
Annar leikhluti 
 
– Stigahæstur í Íslenska liðinu í hálfleik er Kári Jónsson með 13 stig, næstir voru Jón Axel Guðmundsson með 10 stig og Daði Lár, Hjálmar og Brynjar Magnús allir með 6 stig.  
 
– Ísland leiðir með 19 stigum þegar flautað er til hálfleiks, 31-50 .  
 
– Danir taka leikhlé þegar ein og hálf mínúta er eftir, 28-44
 
– Sem fyrr er Einar að rótera mönnum vel, allir hafa komið við sögu í leiknum og liðið leiðir samt með 18 stigum, 26-44 
 
Brynjar Magnús Friðriksson
 
– Pétur Rúnar setur þrist, 21-38.  Íslenska liðið virðist vera mun betri aðilin í þessum leik.  Strákarnir spila fanta sóknarleik og loka vel á í vörninni.  
 
– Glæsileg sending frá Daða á Högna sem laumar boltanum úr þvögunni undir körfunni og ofaní, 15-31.  
 
– Brynjar Magnús skorar fyrstu stig íslands, 13-25.  
 
– Högni, Brynjar Magnús, Pétur Rúnar, Magnús Már og Daði Lár byrja annan leikhluta 
 
 
Fyrsti leikhluti
 
– Daði Lár á siðasta orðið i fyrsta leikhluta, 11-23 
 
– Danir taka leikhlé, þeir hafa ekki skorað í rúmar þrjár mínútur og Ísland hefur skorað 13 stig síðan þá, 7-21 
 
– Daði Lár kemur íslandi í 10 stiga forskot, 7-17.  Íslenski varnarleikurinn er að virka mjög vel og Einar er að leyfa sér að rótera liðinu vel 
 
– Ísland leiðir 7-12 þegar fjórar mínútur eru eftir af fyrsta leikhluta, leikhlé 
 
– Íslenska liðið mætir vel stemmt til leiks, þeir leiða 4-6 eftir fjórar mínútur.  
 
– Byrjunarlið Íslands er Breki, Kristján, Jón Axel, Kári og Hjálmar 
 
Fyrir leik:
 
– Úrslit leiksins breyta ekki neinum niðurstöðum, U18 ára lið Íslands hefur þegar tryggt sér silfurverðlaun í flokknum. 
Fréttir
- Auglýsing -