Hér að neðan fer bein textalýsing úr bikardrætti Körfuknattleikssambands Íslands í 32 liða úrslitum í Poweradebikarkeppni karla. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ mun njóta aðstoðar við dráttinn í dag en þeir Kolbeinn Pálsson og Þórir Magnússon munu liðsinna Hannesi við að töfra upp liðin úr bikarskálinni góðu. Kolbeinn varð sjö sinnum bikarmeistari með KR á árunum 1970-1979 og Þórir þrisvar sinnum með Val á árunum 1980-1983.
* Drættinum lokið. Leikdagar eru 31. október – 3. nóvember. Farið verður í það í þessari viku að raða leikjunum niður.
* 32-liða dráttur:
Stjarnan b – Leiknir
Álftanes – Hamar
Keflavík B – Njarðvík
Sindri – Fjölnir
Stjarnan – Haukar
Reynir Sandgerði – Haukar B
Hrunamenn – KR
KFÍ – Þór Þorlákshöfn
KR B – Valur
ÍG – Tindastóll
Afturelding – Skallagrímur
ÍA – Þór Akureyri
KV – Grindavík
FSu – Keflavík
Höttur – Snæfell
Höttur – Snæfell
Breiðablik – ÍR
* Dráttur hafinn!
* Kolbeinn dregur heimalið – Þórir dregur útilið.
* Kolbeinn og Þórir eru meðlimir í Körfuboltafjölskyldunni og upplýsti Hannes á fundinum að Körfuboltafjölskyldan hefði nú þegar safnað um sex milljónum króna í starfi sínu fyrir landsliðið og hreyfinguna!!!
* Eitthvað eru menn að gera að því skónna að Kolbeinn og Þórir dragi saman KR og Val. Þeim kumpánum myndi ekki leiðast Reykjavíkurglíma.
* Á meðal gesta eru Gunnar Örlygsson formaður KKD UMFN, Lárus Ingi Friðfinnsson formaður KKD Hamars og Hilmar Júlíusson formaður KKD Stjörnunnar en hann er hér í slagtogi með Hrafni Kristjánssyni þjálfara Stjörnunnar.
* Fólk er farið að týnast í salinn, Kolbeinn og Þórir eru mættir og klárir í slaginn.