10:27
{mosimage}
(Barkley)
Charles Barkley er einn frægasti körfuknattleiksmaður síðari ára í NBA deildinni og gerði garðinn frægan í Phoenix Suns, Philadelphiu 76’ers og síðar Houston Rockets. Hann var valinn einn af 50 bestu leikmönnum allra tíma árið 1996 og er einnig meðlimur í frægðarhöllinni svonefndu.
Barkley hætti að spila körfubolta árið 2000 eftir 16 ár í NBA deildinni. Honum tókst aldrei að vinna titil en var þó nokkrum sinnum nálægt því en hann tapaði í úrslitunum árið 1993 á móti Michael Jordan og Bulls. Eftir að hann hætti hefur hann verið að lýsa leikjum á TNT sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum.
Barkley hefur ekki aðeins látið sér nægja að lýsa körfuboltaleikjum heldur hefur hann einnig sýnt pólitík virkan áhuga. Hann var harður repúblikani þangað til árið 2006 en þá skráði sig úr flokknum og varð óháður. Oftar en einu sinni hefur Barkley rekið hugann sinn að því að bjóða sig fram sem ríkisstjóra Alabama fylkis.
Fyrst var það árið 1996 fyrir 1998 kosningarnar. Ekkert varð úr því en undanfarin ár hefur hann talað mikið um að bjóða sig fram sem ríkisstjóra og þá hafa árin 2010 eða 2014 verið nefnd líkleg ár. Nýverið hefur Barkley tengst Demókrataflokknum mikið og gæti hugsanlega boðið sig fram sem Demókrati. Hann segist vera kominn með leið á því hvernig stjórnmálamenn gera ekkert annað en að rífast um hluti sem honum finnst ekki skipta miklu máli, t.d. hjónaband samkynhneigðra og fóstureyðingar. Þeir ættu frekar að einbeita sér að mikilvægari málum líkt og skólakerfið og glæpum.
“Ég trúi því staðfast að guð setti mig á þessa jörð til að gera meira en spila körfubolta og eignast peninga”, segir Barkley. “Ég vil hjálpa fólki að bæta líf sitt”.
Barkley hefur verið mikill stuðningsmaður Barack Obama í kosningabaráttu hans og mætt á marga atburði og svarað spurningum í viðtölum. Það verður forvitnilegt hvort að “Governor Barkley” draumurinn verður að veruleika hjá þessum frábæra leikmanni og skemmtilega karakter.
Arnar Freyr Magnússon- [email protected]