22:37
{mosimage}
(Bárður Eyþórsson, Þjálfari Fjölnis)
Bárður Eyþórsson þjálfari Fjölnis var að egin sögn “nokkuð ánægður” eftir útisigur gegn Val í fyrsta leik í úrslitaseríunni um sæti í Iceland Express deildinni að ári. Fjölnismenn byrjuðu leikinn betur en Valsmenn voru þó ekki langt undan fyrr en það kom að þriðja leikhluta þar sem Fjölnismenn hreinlega völtuðu yfir heimamenn. Það var því ljóst að Bárður hefur æft hálfleiksræðuna vel. “það var ekkert (hálfleiksræðan), við reyndum svona aðeins að fókusera betur á það sem mér fannst þeir fá sóknarlega á móti okkur. Við lokuðum á viss atriði frá þeim. Það tókst vel í upphafi leiks og svo fíniseruðum við aðeins sóknarleikinn. Sóknarleikurinn gekk mun betur svona framan af í seinni hálfleik. Þetta voru svona nokkur atriði sem við löguðum”.
Fjölnismenn hafa núna unnið Val þrisvar sinnum í vetur(fjórum sinnum ef með er talið Reykjavíkurmótið) og það tvisvar sinnum í vodafonehöllinni frægu, öfugt við gengi Fjölnis gegn Haukum sem þeir mættu í undanúrslitum. Verður þessi viðuregin auðveldari en gegn Haukum? “ Við eigum eftir að sjá það. Við eigum eftir að vinna einn leik til að komast upp en bæði þessi lið eru mjög góð og mín skoðun er sú að þessi þrjú lið(Fjölnir, Haukar og Valur) geta fyllilega spilað í úrvalsdeildinni miðað við það sem ég hef séð”. Bárður lét ekki bíða lengi eftir svari um hvort Fjölnir ætlaði í sumarfrí strax á sunnudaginn þegar liðin mætast að öðru sinni, en þá geta Fjölnismenn tryggt sér sæti í IE deildini með sigri. “Að sjálfsögðu, við erum búnir að fara í alla leiki til þess að vinna þá og það er engin undantekning á því. Við vitum það alveg og gerum okkur grein fyrir því að þetta er ekki búið”.
Gísli Ólafsson