spot_img
HomeFréttirBarbosa leikur ekki með Brasilíu: Heilt byrjunarlið farið

Barbosa leikur ekki með Brasilíu: Heilt byrjunarlið farið

12:15

{mosimage}
(Brasilía teflir fram vængbrotnu liði)

Brasilíska landsliðið varð fyrir enn einu áfallinu í vikunni þegar það kom í ljós að leikmaður Phoenix Suns, Leandro Barbosa, verður ekki með liðinu í undankeppni fyrir Ólympíuleikana í sumar.

Bakvörðurinn Barbosa fékk þau skilaboð frá læknum að hann eigi að hvíla á sér hnéið.

Er hann sjötti leikmaðurinn til að draga sig úr liðinu en hinir eru Anderson Varejao, Nene, Paulao, Valtinho og Guilherme.

,,Ég er sorgmæddur að geta ekki hjálpað liðinu,” sagði Barbosa þegar það kom í ljós að hann verði að hvíla í sumar. ,,Ég þráði að geta verið með liðinu að tryggja sér sæti á Ólympíuleikana en mig hefur dreymt um það síðan í æsku.

,,Því miður hef ég fengið þau tilmæli frá læknum mínum að hvíla en ég mun samt styðja liðið utan vallar í von um að þeir tryggji sér sæti til Peking.”

[email protected]

Mynd: fibaamericas.com

Fréttir
- Auglýsing -