Leandro Barbosa, leikmaður Toronto Raptors, hefur framlengt samning sinn við Toronto en samningur hans gaf honum tækifæri til að framlengja um eitt ár og hefur hann nýtt sér það. Fær hann 7.6 milljónir dollara fyrir næsta tímabil.
Barbosa var að hugleiða að fara heim til Brasilíu að spila næsta vetur þar sem verkfall er yfirvofandi í NBA. Nú er ljóst að hann fer ekki til Brasilíu fyrir næsta tímabil nema að Toronto kaupi upp samning hans.
Félagið ásamt leikmanni hefur áhuga á því að gera nýjan og lengri samning.
Mynd: Leandro Barbosa er einn snjallasti leikmaður Brasilíu