spot_img
HomeFréttirBaráttusigur Þórs á Akureyri

Baráttusigur Þórs á Akureyri

 

 

Leikur Þórsliðanna frá Akureyri og Þorlákshöfn sem fram fór í íþróttahöllinni í gærkvöld var hin besta skemmtun allt frá upphafi leiks til enda. Leikurinn fór rólega af stað og var jafn á með liðunum fyrstu fimm mínúturnar en þá tók heimaliðið að síga hægt og bítandi fram úr. Stemmningin í liði þeirra jókst eftir því sem á leið og vörnin small saman. Þór Ak leiddi með sjö stigum eftir fyrsta fjórðung 25-18. 

 

 

 

Í öðrum leikhluta tók Þór Ak öll völd á vellinum sigu hægt og örugglega fram úr og varnarleikurinn var hreint út sagt frábær. Þegar tvær mínútur lifðu af fyrri hálfleik höfðu heimamenn náð átján stiga forskoti 45-27. Heimamenn í Þór unnu annan leikhlutann 24-14 og leiddu með 17 stigum í hálfleik 49-32.

 

Hafi einhver haldið að gestirnir úr Þorlákshöfn hafi lagt árar í bát þá var svo ekki aldeilis því þeir mættu grimmir til síðari hálfleiks og skoruðu fyrstu sex stigin eftir tveggja mínútna leik 49-38. Bæði lið voru í raun afar mistæk í þriðja leikhluta og þegar tvær mínútur lifðu leikhlutans höfðu heimamenn aðeins skorað 7 stig og munurinn komin niður í átta stig 56-48. Gestirnir unnu leikhlutann 14-16 og munurinn á liðunum þegar lokaspretturinn hófst 15 stig 63-48.

 

Lokakaflinn var nokkuð jafn og þótt gestirnir hafi unnið leikhlutann 17-24 má segja að heimamenn í Þór hafði landað nokkuð öruggum sigri 80-69. 

 

Sigur Þórs í kvöld var sigur liðsheildarinnar og segja má að í fyrri hálfleik hafi liðið lagt grunninn að sigrinum með frábærum varnarleik.

 

Stigahæstur hjá heimamönnum var nýi Bandaríkjamaðurinn, George Beamon með 22 stig og hann tók ennfremur 10 fráköst. Næstur kom svo Darrel Lewis með 18 stig og 12 fráköst. Danero Thomas 14 stig og 9 fráköst, Tryggvi Snær 9, Ingvi Rafn 7, Ragnar Helgi 6 stig og þeir Sindri Davíðs og Þröstur Leó með 2 stig hvor.

 

Hjá gestunum var Tobin Carberry stigahæstur með 23 stig og 9 fráköst, Maciej Stanislav 11, eimil Karel 10, Ólafur Helgi 8, Grétar Ingi 7, Halldór Garðar 5, Ragnar Örn 3 og Þorsteinn mar 2.

 

Að þessu sinni voru tveir menn valdir menn leiksins, þeir Danero Thomas og Sindri Davíðsson. 

 

Með sigrinum lyftu heimamenn sér upp fyrir Hauka og sitja nú í 8. sætinu með 6 stig.

 

Gangur leiks:

25-18 / 24-14 / 14-16 / 17-21

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Umfjöllun, myndir, viðtöl / Páll Jóhannesson

 

Viðtöl:

 

Fréttir
- Auglýsing -