spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaBann og áminning fyrir leikmenn Tindastóls

Bann og áminning fyrir leikmenn Tindastóls

Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ komst í dag að niðurstöðu í tveimur agamálum er upp komu í öðrum leik úrslita Bónus deildar karla.

Í báðum tilvikum var um að ræða leikmenn Tindastóls, en Sigtryggur Arnar Björnsson fékk áminningu vegna háttsemi sinnar og þá fékk Dimitrios Agravanis eins leiks bann fyrir beinan brottrekstur sinn.

Niðurstöður nefndarinnar má lesa hér fyrir neðan.

Agamál 75/2024-2025

Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Dimitrios Agravanis, leikmaður Tindastóls, sæta eins leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar gegn Tindastól, sem fram fór þann 11 maí 2025.

Agamál 76/2024-2025

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar gegn Tindastól, sem fram fór þann 11 maí 2025.

Fréttir
- Auglýsing -