spot_img
HomeFréttirBaldur Þór valinn bestur í Þorlákshöfn

Baldur Þór valinn bestur í Þorlákshöfn

 
Körfuknattleiksdeild Þórs gerði sér glaða kvöldstund og hélt lokahóf meistaraflokks fyrir skömmu þar sem allir þeir sem hafa unnið ötullega að árangri liðsins komu saman. Byrjað var á að grilla hamborgara og síðan veitti Benedikt þjálfari viðurkenningar þeim sem höfðu staðið upp úr í vetur. Þetta kemur fram á heimasíðu Þórsara, www.thorkarfa.com/wordpress  
Mestu framfarir: Bjarki Gylfason og Emil Karel Einarsson
Besti varnarmaður: Baldur Þór Ragnarsson
Bestu sóknarmenn: Þorsteinn Már Ragnarsson og Hjalti Valur Þorsteinsson
Besti leikmaður: Baldur Þór Ragnarsson
 
Þrátt fyrir að tímabilið sé búið eru strákarnir á fullu að æfa og gera sig klára fyrir næsta tímabil í IE-deildinni. Mikið verður lagt í það að styrkja liðið innan frá og er heimakjarninn að lyfta á fullu ásamt einstaklingsæfingum með.
 
Fréttir
- Auglýsing -