spot_img
HomeFréttirBakken lá í toppslagnum

Bakken lá í toppslagnum

 
Topplið dönsku úrvalsdeildarinnar Bakken Bears og Svendborg Rabbits mættust í gærkvöldi þar sem Svendborg hafði nauman 75-71 heimasigur gegn Guðna Valentínussyni og félögum í Bakken.
Adama Darboe fyrrum leikmaður Grindavíkur gerði 13 stig í sigurliði Svendborg en Guðni var ekki í leikmannahópi Bakken í gær sökum meiðsla og veit leikmaðurinn ekki sjálfur hversu lengi hann gæti verið frá.
 
Á morgun verður annar toppslagur þegar Svendborg taka á móti Sigurði Þór og félögum í Horsens IC en þá mætast einu taplausu lið deildarinnar. Magnús Þór Gunnarsson og félagar í Aabyhoj taka svo á móti BK Amager á sunnudag og Axel Kárason og Værlöse heimsækja Bakken Bears sama dag.

Ljósmynd/ Guðni var ekki í hópi Bakken sem lá gegn Svendborg í gær sökum meiðsla.

 
Fréttir
- Auglýsing -