spot_img
HomeFréttirB.J. Aldridge sagt upp fyrir vestan

B.J. Aldridge sagt upp fyrir vestan

 
Stjórn KFÍ hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við bandaríska þjálfarann B.J. Aldridge og mun kappinn þegar vera farinn aftur vestur um haf. Frá þessu er greint á heimasíðu KFÍ en formaðurinn Shiran Þórisson verður nýr þjálfari KFÍ. Honum til aðstoðar verður Guðjón Þorsteinsson.
Aldridge var ráðinn til liðsins í sumar eftir að liðið hafði unnið sigur í 1. deild karla. Í augnablikinu eru nýliðar KFÍ í 9. sæti deildarinnar með 4 stig og hafa tapað síðustu fimm deildarleikjum sínum.
Ljósmynd/ Þorsteinn Eyþórsson: B.J. Aldridge með KFÍ Í Stykkishólmi
 
Fréttir
- Auglýsing -