Stjórn KFÍ hefur ákveðið að segja upp samningi sínum við bandaríska þjálfarann B.J. Aldridge og mun kappinn þegar vera farinn aftur vestur um haf. Frá þessu er greint á heimasíðu KFÍ en formaðurinn Shiran Þórisson verður nýr þjálfari KFÍ. Honum til aðstoðar verður Guðjón Þorsteinsson.
Aldridge var ráðinn til liðsins í sumar eftir að liðið hafði unnið sigur í 1. deild karla. Í augnablikinu eru nýliðar KFÍ í 9. sæti deildarinnar með 4 stig og hafa tapað síðustu fimm deildarleikjum sínum.
Ljósmynd/ Þorsteinn Eyþórsson: B.J. Aldridge með KFÍ Í Stykkishólmi