Í gær fór fram leikur í B-liða keppni og tók Fjölnir-B á móti Haukum-B í Dalhúsum í Grafarvoginum. Haukarnir byrjuðu mun sterkari en Fjölnir og tóku síðar völdin í leiknum, það var jafnt með liðum fyrstu mínúturnar en svo gáfu Haukarnir í og enduðu fyrsta leikhluta 19 – 30 þeim í vil.
Haukarnir störtuðu örum leikhluta með krafti og komust í 37 – 52 eftir rúman 6mín leik, en leikhlutinn endaði 42 – 54 fyrir Haukum.
Hálfleiksræða Fjölnismanna sparkaði þeim í gang og var allt annað að sjá til liðsins í þriðja leikhluta, mikil einbeiting í vörn skilaði góðum árangri og hraðaupphlaupum sem var til þess að lokatölur leikhlutans voru 64 – 68 og hörku leikur í gangi.
Ekki var aftur snúið þegar í seinasta leikhluta var í komið og var bara einstefna hjá liðinu, topp vörn og barátta skilaði góðum sigri í lokin og vann Fjölnir þann leikhluta 26 – 13 og lokatölur því 90- 81 fyrir Fjölni. Fjölnir nældi sér í sín fyrstu stig með sigri í dag.
Stigaskor Fjölnis:
Árni Þór Jónsson 24stig, Bjarki Þórðason 18stig, Eiríkur Viðar Erlendsson 15stig, Elvar Orri Hreinsson 15stig, Jón Rúnar 11stig, Halldór 4stig, Elvar Örn Hrafnsson 2stig, Valur Sveinbjörnsson 1stig.
Stigaskor Hauka:
Elvar S. Traustasson 22 stig, Þorvaldur A. 16 stig, Hinrik Gunnlaugsson 13 stig, Gunnlaugur B. 10 stig, Emil Örn Sigurðarson 8 stig ,Kristinn Sveinsson 4 stig, Benedikt Sigurðsson 4 stig, Leifur Leifsson 3 stig
Umfjöllun: Karl West