spot_img
HomeFréttirAxel hafði betur gegn Magnúsi í Danmörku (Uppfært)

Axel hafði betur gegn Magnúsi í Danmörku (Uppfært)

 
Aabyhoj tók á móti Værlöse BBK í dönsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Magnús Þór og félagar í Aabyhoj máttu sætta sig við tap á heimavelli þar sem Magnús var næststigahæsti leikmaður Aabyhoj með 22 stig. Axel Kárason lék í 18 mínútur í liði Værlöse en náði ekki að skora.
Magnús var ekki í byrjunarliðinu í gær en lék samt í rúmar 34 mínútur og skoraði 22 stig. Hann setti niður 5 af 11 þristum sínum og var auk þess með 2 fráköst og 5 stoðsendingar. Eftir leikinn í gær er Aabyhoj í 6. sæti deildarinnar með 10 stig en Værlöse í 9. sæti með 4 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -