spot_img
HomeFréttirAxel fær Sigurð í heimsókn í dag

Axel fær Sigurð í heimsókn í dag

 
Það verður Íslendingaslagur í dönsku úrvalsdeildinni í dag þegar Værlöse tekur á móti Horsens IC. Axel Kárason og félagar í Værlöse sitja í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með 4 stig eftir 10 leiki en Sigurður Þór Einarsson og hans menn í Horsens IC eru í 5. sæti deildarinnar með 10 stig.
Værlöse byrjuðu leiktíðina brösuglega en hafa verið að gyrða í brók undanfarið á meðan Horsens áttu draumabyrjun en hafa frekar gefið eftir síðustu misseri. Leikur Værlöse og Horsens hefst kl. 16:00 að dönskum tíma eða kl. 15:00 að íslenskum tíma.
 
Bakken Bears taka svo á móti BK Amager í dag kl. 14 að íslenskum tíma og líklegast þykir að Guðni Heiðar Valentínusson verði ekki með Bakken í dag þar sem hann meiddist í leik liðsins á fimmtudag. Bakken skellti þá Team Fog Næstved 82-62 þar sem Guðni skoraði 5 stig og tók 3 fráköst.
 
Fréttir
- Auglýsing -