spot_img
HomeSubway deildinSubway deild kvennaAuður: Lið mitt mun ekki gefa neitt eftir

Auður: Lið mitt mun ekki gefa neitt eftir

Auður Ólafsdóttir hefur frumraun sína á stórasviði Subwaydeildarinnar sem þjálfari þegar hún leiðir Stjörnuliðið í vetur. Auður vel kunnug öllum hnútum sem leikmaður deildarinnar og ætti að þekkja nokkuð vel hvað til þarf.

Já, allt komið á fullt hjá okkur fyrir komandi átök í efstu deild. Höfum verið að æfa vel, spila æfingaleiki og þjappa hópnum saman, þetta týpiska. Hópurinn varð loksins klár núna í vikunni. Við misstum Diljá (Ögn Lárusdóttir) út fyrr í sumar þar sem hún sleit krossband, það var mikill skellur á liðið og gerði það að verkum að við þurftum aðeins að breyta uppsetningu á liðinu. Hún kemur inn á næsta tímabili. Svo höfum bætt við okkur reynsluboltanum Unni Töru sem er mikill fengur fyrir okkur og hækkar meðalaldurinn töluvert! Við höfum svo bætt einnig við okkur Katarzyna Trzeciak frá Póllandi og kananum Denia-Davis Stewart sem draga ásamt Unni aldurinn rétt uppfyrir sjálfstæðisaldurinn. Mikilvægt að hafa nokkra leikmenn með bílpróf líka.” sagði Auður í samtali og glotti við. Auður hélt áfram að telja upp og nefndi að lokum eina gríðarlega efnilega úr verksmiðju yngriflokka Stjörnunar. “Að lokum höfum við bætt við okkur uppöldum stelpum, Bó sem er fædd 2008 og er að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki og Heru sem er að koma heim frá Aþenu. Að öðru leyti er liðið með sama kjarna og í fyrra, byggt á stelpum úr yngri flokkum Stjörnunnar.”

En hverjar eru væntingar til liðs sem mætir svona ungt til leiks í efstu deild?

“Nýtt lið í úrvalsdeild með unga en vissulega upprennandi leikmenn í sínum röðum? Við erum nýliðar í deildinni, markmið og væntingar í takt við það. Við hlökkum til að taka slaginn meðal þeirra bestu og máta okkur við þær. Við höfum nú þegar spilað þrjá æfingaleiki en nú er ca. vika í mót svo undirbúningur er hafinn fyrir leikinn gegn Þór Akureyri. ” sagði Auður.

Erum að mæta sterkari leikmönnum

Auður sagði að mögulega myndi leikstíll frá árinu áður ekki duga í deild þeirra sterkustu. ” Við erum augljóslega að fara að mæta sterkari leikmönnum í ár en í fyrra, áhugavert að sjá hvar við stöndum eftir frábært og skemmtilegt ár í 1. deildinni í fyrra. Litlu töffararnir elska áskoranir svo það er mikil spenna fyrir tímabilinu, ég get að minnsta kosti lofað því að liðið muni ekki gefa neitt eftir í baráttu við þær bestu.” sagði Auður kokhraust og hefur augljóslega mikla trú á sínu liði.

Um komandi tímabil hafði svo Auður þetta að segja. “Miðað við undirbúnings pælingar þá er mín skoðun að vissulega verði deildin ansi tvískipt eins og hefur verið en þá held ég að 10 liða deild sem er skipt í tvennt sé góð hugmynd að því leyti að það verða færri leiðinlegir 20+ stiga tap/sigur leikir. Það verður meiri keppni í gegnum alla deildina en hefur verið og meiri ábyrgð á liðum að gera vel við sinn meistaraflokk. Annars skipti ég deildinni niður svona:

*keppni um að komast í efri hlutann

*keppni um að enda sem efst í neðri hluta

*keppni um að halda sér upp í Subway með úrslitakeppni við 1.deildina

*keppni að komast í úrslitakeppni

*keppni um titla

Þökkum Auði fyrir samtalið en eins og fram kemur þá hefja þær Stjörnukonur leik gegn Þór Ak. í fyrstu umferð mótsins.

Fréttir
- Auglýsing -