Komið er að átta liða úrslitum á EuroBasket í Slóveníu. Nú eftir um það bil klukkustund eða kl. 15:30 að íslenskum tíma hefst fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitum þegar Spánverjar og Serbar eigast við. Seinni leikur dagsins er svo viðureign Slóvena og Frakka en gera má ráð fyrir því að heimamenn troðfylli Stozice Arena í kvöld.
Leikur Slóvena og Frakka hefst kl. 21 að staðartíma eða kl. 19:00 að íslenskum tíma. Á morgun mætast svo Króatía og Úkraína og svo Litháen og Ítalía.
Mynd/ Rudy Fernandez verður í eldlínunni með Spánverjum á eftir en Spánverjar og Serbar hafa marga hildina háð í Evrópuboltanum.