Tíu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem San Antonio Spurs unnu sinn áttunda deildarsigur í röð. Þá fóru Miami Heat og Boston Celtics illa með andstæðinga sína þar sem Heat skelltu Phoenix og Celtics völtuðu yfir Washington.
San Antonios Spurs 103-94 Chicago Bulls
Tony Parker gerði 21 stig og gaf 7 stoðsendingar í liði Spurs. Hjá Bulls var Derrick Rose fyrirferðamikill með 33 stig, annan leikinn í röð. Tim Duncan jafnaði í nótt leikjametið hjá David Robinson í Spursbúning, næsti leikur gerir Duncan að leikjahæsta leikmanninum í sögu félagsins.
Miami Heat 123-96 Phoenix Suns
Chris Bosh fór mikinn hjá Heat með 35 stig og 6 fráköst. Næstur honum í sigurliði Heat var LeBron James og tæpur á þrennunni í þetta skiptið með 20 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá Suns var Steve Nash með 17 stig og aðeins 2 stoðsendingar sem þykir ekki mikið á þeim bænum.
Boston Celtics 114-83 Washington Wizards
Nýliðinn John Wall var ekki í liði Wizards annan leikinn í röð sökum tognunar í vinstri fæti. Paul Pierce var stigahæstur hjá Celtics með 23 stig en leikmenn byrjunarliðs Celtics gerðu allir 11 stig eða meira í leiknum. Hjá Wizards var Nick Young stigahæstur en hann kom með 20 stig af bekknum hjá Wizards.
Önnur úrslit næturinnar:
Philadelphia 86-94 Toronto
Detriot 90-103 Lakers
Minnesota 113-111 LA Clippers
New Orleans 99-97 Dallas
Oklahoma 116-99 Houston
Utah 98-88 New Jersey
Sacramento 106-113 New York
Ljósmynd/ Manu Ginobili og Spurs eru á flugi þessi misserin en Manu setti 20 stig í nótt fyrir Spurs.