Óvíst er að margir þekkja til nafnsins Isaiah Austin sem spilaði með Baylor háskólanum nú síðustu fjögur árin. Austin sem er 216 cm hár miðherji var nú í vikunni greindur með Marfan sjúkdóminn sem verður til þess að kappinn mun ekki getað spilað körfuknattleik framar. Þessar átakanlegu og erfiðu fréttir fékk Isaiah Austin nú aðeins fjórum dögum fyrir háskólavalið í NBA þar sem spámenn töldu að hann myndi að öllum líkindum verða valinn.
Marfan sjúkdómurinn er afgengur sjúkdómur sem getur lagst á ýmis líffæri og dreift sér um líkamann og í tilviki Austin þá standa málin þannig að ef hann reyni of mikið á sig gæti hreinlega hjarta hans gefið sig. Aðeins 1 af hverjum 5000 greinast með þennan sjaldgæfa sjúkdóm ”Nú fyrir stuttu dreymdi mig að nafn mitt hafi verið kallað í háskólavalinu.” sagði Austin gráti nærri í viðtali við ESPN vestra hafs. Upp komst um þessi veikindi Austin þegar hann fór í formlega sjúkraskoðun sem haldin er fyrir þá sem líklegir eru til að verða valdir í NBA deildina.
Austin skoraði 12 stig tók 7 fráköst og varði rúmlega 2 skot á leik á háskólaferli sínum með Baylor og þessum tölum skilaði kappinn blindur á öðru auga því hann hafði misst sjónina á öðru auganu þegar hann var enn í miðskóla (High School)