spot_img
HomeFréttirÁtakalítið hjá Njarðvík (umfjöllun)

Átakalítið hjá Njarðvík (umfjöllun)

Joe

Njarðvíkingar fóru nokkuð átakalaust frá sigri sínum í kvöld á botnliði Hamars. 120 86 var lokastaða leiksins og var fátt um fína drætti í Ljónagryfjunni. Heimamenn komust fljótlega í stöðuna 16-6 þar sem að Brenton Birmingham og Jóhann Ólafsson skiptu með sér sitthvort 8 stigunum. En um leið og þessum 10 stiga mun var náð virtust heimamenn slaka á annars fínni vörn sem þeir hófu leikinn á og gestirnir fengu að spreyta sig í fínum skotfærum sem þeir nýttu.

Þrátt fyrir að UMFN væri að spila ágætis sóknarleik var vörn þeirra, sem oftast hefur verið aðalsmerki liðsins arfa slakur og Finninn knái, Roni Leimu nýtti sér það til fyllstu. Staðan var þó 39-26 heimamenn í vil eftir fyrsta fjórðung og Brenton komin með 16 stig.

 

Njarðvíkingar pressuðu lið Hamars fullann völl og náðu að trufla og stela boltanum annað slagið en þrátt fyrir þetta var það vörn heimamanna sem kom í veg fyrir að þeir stungu ekki af í fyrri hálfleik. Staðan 66-53 í hálfleik og eins og staðan gefur til kynna var varnarleikur ekki í hávegum hafður.

 

{mosimage}

 

Hamarsmenn hófu seinni hálfleik með þrist þar sem Roni Leimu fékk enn og aftur að leika lausum hala. En stuttu eftir það fór að halla undan fæti hjá gestunum. Sóknarleikur þeirra var einfaldur og klaufalegar sendingar þeirra rötuðu annað hvort útaf eða í hendur Njarðvíkinga. Jóhann Ólafsson var á þessu tímabili að sýna mikla hörku og þá helst í sóknarfráköstum. 

 

89-69 var staðan þegar síðasti fjórðungur hófst og lítið annað en að klára leikinn þar sem að leikur Hamarsmanna var komin á það stig að í raun voru þeir að leika sem miðlungs 1.deildarlið (þrátt fyrir að megnið af tímanum voru 4 útlendingar inná) Í fjórða fjórðung gerðist lítið markvert nema að Guðmundur Jónsson og Nicholas King fóru að kítast sem endaði með að King gaf  Guðmundi lúmskt olnbogaskot sem dómarar leiksins tóku ekki eftir og í kjölfarið braut Guðmundur á King og fékk sína 5. villu og litlu munaði að syði uppúr.  Þetta gerðist þegar um 3 mínútur voru eftir að leiknum og leiknum í raun lokið.

 

Hápunkturkvöldsins var þó líklega þegar hæsti maður (drengur) Íslands kom inná hjá liði Hamars. Ragnar Á Nathanelsson 218 cm hár (1 cm lengri en Egill) fékk að spreyta sig á síðustu mínútum leiksins. Þarna póstaði hann pilturinn á Friðrik Stefánsson og varð áhorfendum að orði að þarna mættust Heimaklettur og Ingólfsfjallið í teignum. En Ragnar hafði ekki erindi sem erfiði endar enn kornungur og vissulega mikið ólært í boltanum. En þó eru allir "körfuknattleiksstaðlar" fyrir höndum hjá pilt og á hann vissulega eftir að styrkja sig þegar fram líða stundir.

 

{mosimage}

 

Hjá liði UMFN var Brenton Birmingham drjúgur og setti niður 30 stig. Það var hinsvegar Hjörtur H Einarsson sem stal senunni í kvöld. Piltur kom af bekknum hjá heimamönnum setti niður 17 stig og var að spila fanta vel. Damon var að vanda með sína tvennu (25 stig  10+ fráköst) og næstur var Jóhann Ólafsson sem komst einnig mjög vel frá sínu með 14 stig. Ágúst Dearborn kom inn á í lok leiks og sýndi fína takta. Hjá gestunum var Roni Leimu eini maðurinn sem kom til leiks með því hugarfari að sigra. Pilturinn setti niður 27 stig og áttu Njarðvíkingar í mesta basli með pilt. Nicholas King laumaði inn 20 stigum.

 Eftir leiki kvöldsins eru því Njarðvíkingar í 4-6 sæti með Skallagríms og Snæfell öll með 20 stig. Hamarsmenn eru hinsvegar enn á botni deildarinnar með 6 stig og lítið sem bendir til að þeir bjargi sér frá falli ef miðað er við þá leiki sem liðið á eftir (KR, Keflavík, ÍR, Stjarnan)

{mosimage}

{mosimage}

Myndir: www.vf.is [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -