Þóra Kristín Jónsdóttir, Ástrós Lena Ægisdóttir og AKS Falcon lögðu BMS Herlev í kvöld í dönsku úrvalsdeildinni, 82-68.
AKS unnu á dögunum danska bikarmeistaratitilinn og eru eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar.
Á tæpum 18 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Þóra Kristín fjórum stigum og tveimur stolnum boltum. Ástrós Lena lék heldur meira í leiknum, tæpa 21 mínútu og var með tvö stig, tvö fráköst, stoðsendingu og varið skot.
Næsti leikur AKS í deildinni er þann 22. mars gegn BK Amager.