Ásinn leikstjórnendanámskeið fer fram í Ásgarði dagana 26. -28. ágúst eins og fram hefur komið hér á Karfan.is. Fjórir reyndir þjálfarar stýra námskeiðinu, þeir Finnur Stefánsson, Falur Harðarson, Snorri Örn Arnaldsson og Jón Kr. Gíslason. Skráning á námskeiðið er nú hafin, takmark er á fjölda þátttakenda, þannig að það er um að gera að skrá sig strax, sendið póst á [email protected]
Markmið námskeiðsins er að auka skilning leikmanna á hlutverki leikstjórnanda og æfingarnar miðast allar við að bæta leikmenn í stöðu stjórnanda á leikvellinum. Námskeiðið er fyrir stráka á aldrinum 14-18 ára. Leikmenn fá einkaleiðbeiningar og skriflega umsögn eftir námskeiðið.
Áhugasömum þjálfurum er velkomið að fylgjast með æfingunum og sínum mönnum.