Goðsögnin Arvydas Sabonis er nýr formaður körfuknattleikssambandsins í Litháen. Sabonis var kjörinn formaður á aðalfundi sambandsins í Litháen í gær, 24. október. Sabonis er mörgum körfuknattleiksáhugamönnum að góðu kunnur en hann er m.a. meðlimur í Naysmith frægðarhöllinni og frægðarhöll FIBA.
,,Þetta er mér mikill heiður og ég er ánægður með að geta lagt mitt af mörkum við þróun körfuknattleiks í Litháen. Það verður ánægjulegt að helga mig því starfi að kynna og auglýsa körfuknattleik í hvívetna,“ sagði Sabonis og bætti við að mikilvægt væri að huga nú meira að kvennakörfuknattleik í Litháen sem og að halda yngri þjálfurum í landinu.
Sigurvegari er vægt til orðatekið þegar rætt er um Sabonis sem fjórum sinnum varð Evrópumeistari, sex sinnum valinn leikmaður ársins í Evrópu og gullverðlaun á Ólympíuleikum 1988 prýða m.a. verðlaunahilluna heima hjá honum.