spot_img
HomeFréttirArron Afflalo sendur til Denver fyrir Evan Fournier

Arron Afflalo sendur til Denver fyrir Evan Fournier

Orlando Magic og Denver Nuggets sömdu um skipti á Arron Afflalo og Evan Fournier.  Afflalo snýr aftur til Denver og mun hjálpa mikið í slakri vörn liðsins við þriggja stiga línuna auk þess sem hann er að koma af sínu besta tímabili í skotnýtingu af þriggja stiga línunni. Orland fá ungan Frakka að nafni Evan Fournier sem hefur lítið fengið að spila hjá Denver en nýtt þær mínútur vel og sést það best á per 36 min tölfræðinni hans. Fournier er fín þriggja stiga skytta. Mikill munur er þó á launatölum þessara leikmanna svo Orlando sparar mikið og Denver þurftu að nýta undanþágu til að ganga frá skiptunum.
 
Enn og aftur virðast Chicago Bulls ætla að sitja á afturendanum á meðan önnur lið hrifsa af þeim góða leikmenn sem þeir eru á eftir, en Bulls hafa mikið reynt að fá Afflalo til Chicago.
Fréttir
- Auglýsing -