spot_img
HomeFréttirArnar Geir Líndal einnig til Wesley skólans

Arnar Geir Líndal einnig til Wesley skólans

Fyrr í vikunni var greint frá því að Fannar Elí Hafþórsson hafi samið við framhaldsskóla í Bandaríkjunum um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Karfan.is hefur nú fengið þær fregnir að Fannar verði ekki eini Íslendingurinn í Kentucky á næstu leiktíð. 

 

Arnar Geir Líndal hefur nefnilega einnig samið við Wesley Christian high school um að leika með skólanum. Arnar er 18 ára ára bakvörður sem uppalinn er hjá Fjölni og hefur leikið með yngri flokkum félagsins síðustu ár. 

 

Arnar lék tólf leiki með meistaraflokki Fjölnis á síðustu leiktíð í 1. deild karla og fékk þar smjörþefinn af meistaraflokknum. Hann var hluti U16 landsliðinu sem lék á NM og EM fyrir tveimur árum. 

 

Wesley Christian School er staðsettur í Allen, Kentucky og er ljóst að íslendingarnir munu vekja athygli þar ytra. Þjálfari liðsins er David Meddings.

 
Fréttir
- Auglýsing -