spot_img
HomeFréttirArnar Freyr og Magnús Þór fara til Danmerkur

Arnar Freyr og Magnús Þór fara til Danmerkur

 
 
Arnar Freyr Jónsson og Magnús Þór Gunnarsson munu semja við danska félagið Aabyhoj. Það hefur tekið nokkurn tíma fyrir tvímenningana að fá atvinnumál sín úti á hreint en það skýrðist loksins í byrjun vikunnar. Fréttablaðið og www.visir.is greina frá.
„Við förum út í byrjun september og semjum við liðið. Það er mjög gaman að þetta sé í höfn," segir Arnar. Þeir félagar munu vinna sem smiðir og búa saman í Árósum.
 
„Þetta er svona hálf-atvinnumennska sem hentar okkur fínt. Það verður gaman að fara út og prófa eitthvað nýtt," segir Arnar sem fer því frá Keflvíkingum og Magnús frá Njarðvík.
 
 
Ljósmynd/ Magnús Þór í leik með Njarðvíkingum gegn ÍR á síðasta tímabili.
Fréttir
- Auglýsing -