Arnar Freyr Jónsson og Magnús Þór Gunnarsson munu semja við danska félagið Aabyhoj. Það hefur tekið nokkurn tíma fyrir tvímenningana að fá atvinnumál sín úti á hreint en það skýrðist loksins í byrjun vikunnar. Fréttablaðið og www.visir.is greina frá.
„Við förum út í byrjun september og semjum við liðið. Það er mjög gaman að þetta sé í höfn," segir Arnar. Þeir félagar munu vinna sem smiðir og búa saman í Árósum.
„Þetta er svona hálf-atvinnumennska sem hentar okkur fínt. Það verður gaman að fara út og prófa eitthvað nýtt," segir Arnar sem fer því frá Keflvíkingum og Magnús frá Njarðvík.
Ljósmynd/ Magnús Þór í leik með Njarðvíkingum gegn ÍR á síðasta tímabili.