spot_img
HomeFréttirÁrmann/Þróttur vann Reyni í 1. deild karla

Ármann/Þróttur vann Reyni í 1. deild karla

7:20

{mosimage}

Ólafur Ægisson var stigahæstur gestanna 

Einn leikur fór fram í 1. deild karla í gær en Ármann/Þróttur vann Reyni í Sandgerði 93-81 og er þetta þriðji sigur Ármanns/Þróttar í deildinni þetta árið.

 

Kolbeinn Jósteinsson var stigahæstur heimamanna með 24 stig en næstur var Rúnar Ágúst Pálsson með 14, þá tók Hlynur Jónsson 14 fráköst.

Ólafur Ægisson skoraði 17 stig fyrir gestina og þeir Sæmundur Oddsson og Steinar Kaldal skoruðu 16 auk þess sem Steinar tók 11 fráköst.

Leik Hattar og Þórs Þ. Sem fara átti fram í gær var frestað vegna veðurs, ekki er vitað á þessari stundu hvenær hann mun fara fram.

[email protected]

Mynd: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -