Úrslitaeinvígi fyrstu deildar kvenna rúllaði áfram í kvöld er Ármann tók á móti ÍR í Kennó.
Fór svo að Ármann sigraði leikinn með minnsta mun mögulegum, 88-87 og þurfa þær nú aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sér sæti í Subway deildinni á komandi tímabili.
Atkvæðamest fyrir Ármann í leiknum var Schekinah Sandja Bimpa með 39 stig og 9 fráköst á meðan að Gladiana Aidaly Jimenez var með 27 stig og 11 fráköst fyrir ÍR.
Leikur dagsins
Fyrsta deild kvenna – Úrslitaeinvígi
Ármann 88 – 87 ÍR
Ármann leiðir einvígið 2-1