spot_img
HomeFréttirAriana Moorer til Keflavíkur

Ariana Moorer til Keflavíkur

 

Kvennalið Keflavíkur hefur ákveðið að skipta um erlendan leikmann. Inn í liðið kemur leikstjórnandinn Ariana Moorer, en áður hafði Dominique Hudson verið á mála hjá félaginu. Ariana er reyndur atvinnuleikmaður sem að eftir að hafa spilað með Virginia háskólanum í Bandaríkjunum, spilaði meðal annars bæði í Bosníu sem og í Póllandi. Fróðlegt verður að sjá hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á eitt besta lið deildarinnar til þessa, en liðið er að mestu byggt upp af frekar ungum leikmönnum.

 

Fréttatilkynning KKDK

 

Nokkur tilþrif:

 

"Þetta er búið að vera pæling í einhvern tíma, biðum samt með þetta og vonuðumst eftir því að þurfa ekki að fara í breytingar. Við tókum svo þessa ákvörðun og við erum að ná í leikmann sem við teljum að komi með ákveðna eiginleika inní liðið sem hin hafði ekki." sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari liðsins í samtali við Karfan.is

 

Fréttir
- Auglýsing -