7:12
{mosimage}
Stjórn meistaraflokks kvenna í körfuboltadeild Hamars í Hveragerði hefur endurnýjað þjálfarasamning sinn við Ara Gunnarsson. Að þessu sinni var samið til tveggja ára en árangur liðsins undir stjórn Ara hefur verið einstaklega góður, minna má á að hann tók við liðinu undir lok leiktímabilsins.
Undir styrkri stjórn Ara tókst stelpunum að ávinna sér rétt til að spila áfram í efstu deild á næstu leiktíð. Ari Gunnarsson ætlar sér stóra hluti og er þegar farinn að undirbúa liðið með alhliða þjálfun sem mun standa yfir í allt sumar. Að hans sögn mun árangurinn m.a. velta á því hversu vel sumarið er nýtt til æfinga enda er stefnt að því að liðið hafni í einu af þremur efstu sætum deildarinnar næsta vor. Þær stúlkur sem voru í eldlínunni í vetur halda allar áfram og nokkrar sem hafa spilað með Hamri, en þurftu að sinna öðrum verkefnum eftir áramót, bætast við hópinn að nýju.
Fréttatilkynning frá stjórn meistaraflokks kvenna Hamars í Hveragerði
Mynd: www.hamarssport.is